29.10.06

Ég er á lífi!

Loksins kemst maður í netsamband og getur látið vita af sér! Af mér er semsagt allt gott að frétta. Við erum búnar að fá frábæra íbúð í mjög skemmtilegu hverfi í austur Berlin, allar göturnar hér eru fullar af kaffihúsum, börum, veitingastöðum, listagelleríum og flottum litlum búðum. Það er stór matvöruverslun og banki í göngufæri og ekki langt í lestarstöðina. Við erum búnar að koma okkur ágætlega fyrir, búnar að fara í tvisvar í Ikea og þetta er bara orðið hið huggulegasta heimili. Mér líst ofsalega vel á Berlin, hér er allt svo snyrtilegt og fínt, allir mjög vinalegir og hjálpsamir og ekki spillir fyrir að það er búið að vera frábært veður síðan við komum. Reyndar ringdi heilan helling í gærkvöldi og í dag eru smá skúrir en það alls ekki kalt. Þýskuskólinn hefst svo ekki fyrr en næsta miðvikudag svo við notum bara tímann til að skoða okkur um og kynnst borginni og kannski reyna að pikka upp eitt og eitt orð í þýsku. Í kvöld er svo planið að fara að sjá nútímaóperu.

0 Röfl:

Skrifa ummæli

<< Home