Stórborgarlíf
Í dag fórum við stöllur í skólann og náðum í stúdentaskirteinin okkar og gengum frá öllum lausum endum svo nú er ekkert að vanbúnaði að fara að læra þýskuna. Skólinn byrjar á miðvikudaginn og það er mjög þægilegt að taka lestina þangað tekur og ekki langan tíma.
Í gær fórum við að sjá nýja þýska óperu sem heitir Vatermord og var vægast sagt skrítin, fjallaði eins og titillinn ber með sér um föðurmorð, sifjaspell og allskyns annan viðbjóð og var svona týpisk nútimaópera þar sem hljómsveitin og söngvararnir eru að gera sitthvorn hlutinn allan tíman. Við fórum nú aðallega til að hitta söngkonuna í verkinu sem heitir Regina Jakobi og er gömul vinkona Margrétar Bóasdóttur kennara í söngskólanum. Hún var búin að segja Reginu frá okkur og hún er tilbúin til að taka okkur í söngtíma í næstu viku, sem er auðvitað frábært.
Í gær fórum við að sjá nýja þýska óperu sem heitir Vatermord og var vægast sagt skrítin, fjallaði eins og titillinn ber með sér um föðurmorð, sifjaspell og allskyns annan viðbjóð og var svona týpisk nútimaópera þar sem hljómsveitin og söngvararnir eru að gera sitthvorn hlutinn allan tíman. Við fórum nú aðallega til að hitta söngkonuna í verkinu sem heitir Regina Jakobi og er gömul vinkona Margrétar Bóasdóttur kennara í söngskólanum. Hún var búin að segja Reginu frá okkur og hún er tilbúin til að taka okkur í söngtíma í næstu viku, sem er auðvitað frábært.
4 Röfl:
Ausgezeichnet! Meira svona takk :) Hlakka til að heyra meira af ævintýrum ykkar... :)
Frábært að geta fylgst með þér hér! Djöfull sem ég væri til í að koma í heimsókn.
Vertu dugleg að skrifa skvís og gangi þér vel í skólanum.
Auf wiedersehen.
Sá að Dagný var komin með link á þig :)
Gangi þér rosa vel úti, gaman að fylgjast með ævintýrinu og gangi þér vel skvís
Beta
Já Dagný þú verður að koma!!!!
Skrifa ummæli
<< Home