Sest á skólabekk
Þýskuskólinn byrjaði í dag og mér líst bara mjög vel á. Kennarinn er mjög fínn og bekkurinn mjög blandaður. Þarna er fólk frá öllum heimshornum með misgóðan grunn til að læra málið en samt náðist að fara yfir merkilega mikið efni á fyrsta degi. Tímarnir eru frá 9 til korter yfir tólf og það voru svolítil viðbrigði að þurfa alltíeinu að fara að vakana snemma okkur hefur nebblega þótt frekar gott að sofa út, en sem betur fer eru nú bara tveir dagar þangað til að helgin kemur aftur! Þá er planið að reyna að vera menningarlegur og fara í Sthaatsoper að sjá Normu eftir Bellini.
0 Röfl:
Skrifa ummæli
<< Home