4.11.06

Listalíf

Það er komin vetur í Berlín reyndar ekki farið að snjóa en orðið frekar kalt. Fyrstu vikuna hér var mjög gott veður og alveg um 20 stiga hiti en á nokkrum dögum lækkaði hann um 20 gráður og er núna bara um frostmarkið. Ég dreif mig í HogM og keypti mér rosa fína úlpu og húfu svo kuldaboli nær sko ekki í mig!

Óperan í gær var frábær, aðalsönkonurnar tvær æðislegar og gæsahúðin ætlaði aldrei að hætta þegar Norma söng Casta diva. Sýningin var í Staatsoper sem er í Unter den Linden og er mjög fallegt hverfi sem var miðbær gömlu austur Berlín, þar eru húsin ótúlega falleg og allt yfirbragði e-ð svo hátíðlegt finnst mér. Við Þórunn fórum líka á die neue National Galleri í gær og sáum mjög skemmtilega sýningu. Þar voru verk eftir m.a Picasso, Dali og Munch. S.s mjög menningarlegur dagur!

4 Röfl:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ elsku krúsa mín!!

glæsileg frammistaða að opna Berlínarbolluna á þessum tímamótum;) Ég fylgist sko spennt með ykkur, stelpunum mínum!
Væri bara hrikalega gaman að vera með ykkur og taka þátt, þetta hljómar svo ferlega vel. Frábært með söngkennarann!!!!
Rembiknús að hætti skota frá mér, saknaðarkveðjur, hlakka óendanlega mikið til að hitta ykkur og knúsa, spjalla og hlæja saman...
Luv, ykkar piparmynta

22:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

PS. Kannast eitthvað við þennan lit á síðunni, hann er æðislegur! luv j.

22:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Menningarlífið hér á bæ er nú ekki svona gott þessa dagana. Ætli hápunktinum hafi ekki verið náð í gær þegar við horfðum á X-Factor:)

09:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

bara kvitta fyrir við fylgjumst með ferðum þínum :)gangi þér allt í haginn.þín var sárt saknað í partíinu á laugardaginn

16:35  

Skrifa ummæli

<< Home