9.5.07

Allt að gerast maður!

Við erum búin að bóka okkur brúðkaupsferð til Króatíu 12. ágúst! Það verður æði að liggja bara á ströndinni í viku með kokteil í hönd og njóta lífsins.
Annars höfðum við systur það ótrúlega notalegt í Minneapolis um daginn, versluðum soldið og borðuðum góðan mat og fengum okkur nokkra kokteila, allt saman mjög næs. Ég er búin að vera í góðu fríi alveg síðan ég kom heim var reyndar standby í gær en var svo heppin að vera ekkert kölluð út svo við Orri eyddum deginum í brúðkaupsundirbúning. Nú er að verða komin mynd á boðskortin og tónlistavalið er að skýrast svo þetta er allt á mjög góðu róli hjá okkur.
Á morgun verður svo júró geim á loftinu hjá Sigrúnu og Nikka, grillaðir borgarar og eintóm gleði. Áfram Eiki!!!!!!

25.4.07

Gæsun og yfirsof

Þvílík snilld sem síðasta helgi var. Við vinkonurnar gæsuðum hana Sigrúnu Helgu okkar með þvílíkum bravúr að það verður lengi í minnum haft! Sennilega ein heilsusamlegasta gæsun sem sögur fara af því við eyddum hálfum deginum á hjólum. Ýmislegt brallað og endaði svo alltsaman með svakalegu partýi þar sem Íris og Guðrún héldu uppi stuðinu með frábærum dj töktum. Gæsin var alveg í skýjunum með daginn og við allar líka svo vonandi verður þetta það sem koma skal í þeim gæsunum sem framundan eru í smaumóhópnum.
En yfir í allt annað, mér tókst í gær að sofa yfir mig, vaknaði við að síminn minn hringdi og starfsmaður áhafnavaktarinnar spurði mig hvort ég ætti ekki að vera mætt í pikk up! Þá var klukkan orðin 5 mín yfir 6 og rútan sem ég átti að vera í lögð af stað til keflavíkur og ég stóð bara á stofugólfinu í náttfötunum og hjartað hamaðist í brjóstinu. Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið eins fljót að hafa mig til og átta mínútum seinna var ég komin út í bíl í júniformi með hárið greitt og málinguna framaní mér. Ég brunaði svo bara á fabíunni til keflavíkur og var komin um borð vel áður en farþegarnir komu um borð. Það tók mig svo hálfan morgunin að ná mér niður eftir þetta allt saman, því þetta er ekki alveg starfið þar sem það er "í lagi" að sofa yfir sig. Ég er svo bara í fríi núna fram á laugardag þegar við systurnar skellum okkur til Minneapolis og kíkjum pínu í búðir!

19.4.07

Gleðilegt sumar gullin mín!



Yndislega óvænt ánægja að vera ekki kölluð út í dag það sem ég var nú á stand by. Í staðin fyrir að vera að mygla einhverstaðar í háloftunum get ég notið sólarinnar eins og þið hin!

Búin að bæta nokkrum myndum í myndaalbúmið endilega kíkið á það hér

14.4.07

Nei ég er ekki alveg dauð!

Þó það mætti svosum halda það miðað við hversu ódugleg ég er við að birta e-ð nýtt á þessari síðu. Ég er komin á fullt í flugið og það er nú barasta alveg ágætt. Fékk fína skrá og þriggja nátta stopp í Minneappolis um mánaðamótin, sem verður vel nýtt í allskyns verslun og fleira gott með Ólöfu systir sem ætlar að koma með mér.
Páskarnir voru frekar rólegir hjá okkur , ég var að vinna bæði föstudaginn langa og páskadag svo við höfðum páskalambið á laugardeginum og buðum mömmu og pabba í mat. Orri flaug svo til Berlínar á mánudaginn í skemmti og árshátíðarferð með borgó svo ég var ein í kotinu restina af vikunni. Hann kom svo heim í gær brúnn og sætur eftir sólina í Berlín með allskyns skemmtilegt góss handa mér úr hm!
Það er ekki margt nýtt að frétta af brúðkaupsundirbúningi, en við erum komin með matseðil sem okkur fynnst mjög spennandi og ég er búin að tala við Ingimund frænda um að fá afnot af fornbílum hans stóra daginn. Næstu dagar fara svo í að reyna að ákveða boðskortinn og endanlega ákveða tónlist í kirkjuna.

4.3.07

Sunnudagsblogg

Það er frekar erfitt að halda uppi áhugaverðu bloggi þegar nákvælega ekkert er í gangi í lífi mínu, svo við ykkur sem ennþá nennið að líta inná þessa síðu segi ég bara afsakið :)
Ég fékk ekki vinnuna sem ég fór í viðtalið fyrir en hinsvegar fékk ég símtal frá Icelandair á föstudaginn og boðið að byrja að vinna 1. aprí. Svo ég þáði það bara með þökkum og verð núna bara að þrauka mars!
Brúðkaupsundirbúningur er aðeins að komast á skrið, ég er búin að fara og máta nokkra kjóla en er samt ekki alveg búin að ákveða mig, á enn eftir að fara á einn stað til viðbótar. Næst á dagskrá er svo að hitta Steina kokk og reyna að ákveða hvað á að vera í matinn. Mesti hausverkurinn finnst mér vera að ákveða hvaða tónlist á að vera í kirkjunni við erum ekki alveg viss hvaða stefnu við eigum að taka í því og hvaða fólk á að biðja um að sjá um tónlistarflutning, það eru eiginlega of margir sem koma til greina! En það er nægur tími til stefnu svo það er óþarfi að vera að stessast yfir þessu strax, ekki satt?

20.2.07

Leti

Ég hef komist að því að aðgerðarleysi er alveg drepleiðinlegt til lengdar. En samt hef ég það í mér að finna mér e-ð skemmtilegt að gera á daginn, svo ég enda á að sofa til hádegis, hanga í tölvunni, spila að eins of mikið af bubbles og horfa svo á sjónkann þegar loksins e-ð almennileg byrjar í honum! Ég fór nú samt í atvinnuviðtal í dag svo vonandi eru bjartari tímar framundan.
Nóg af þunglyndi, ég átti annars mjög skemmtilega helgi, fór á laugardaginn austur á selfoss í afmæli til þessarar prinsessu sem varð þriggja ára. Eftir það brunaði ég svo í natuzzi bústað til möggu og tryggva þar sem skemmtilegt fólk var samankomið. Við grilluðum rosa góðan mat og fögnuðum vel þegar Eiki rauði vann júró. Á heimleið á sun var svo gert stutt stopp á KFC á selfossi, sem er víst að sögn sigrúnar helgu nauðsynlegt eftir svona bústaðarferðir. Við vinirnir hittumst svo aftur um kvöldið til að fara í leikhús að sjá orra í eilífri hamingju sem allir verða að sjá alveg frábær sýning!

14.2.07

Komin heim!

Jæja Berlínarævintýrinu lokið og ég er bara komin heim reynslunni ríkari. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími sem leið rosalega hratt! En það er gott að vera komin aftur heim. Ég er sem stendur atvinnulaus og þarf að reyna að finna lausn á því vandamáli, get sennilega ekki byrjað að fljúga fyrr en í byrjun apríl eða maí svo ég er að velta fyrir mér hvort ég egi ekki bara að reyna að finna e-a góða vinnu sem ég get fastráðið mig í og fengið þá kannski smá sumarfrí svona til tilbreytingar! Ef e-r veit um e-ð rosa spennandi þá má hann endilega láta mig vita!

24.1.07

Veturinn er fundinn

Hann lét sjá sig í Berlín í gaer, med frosti stillu og sól! Vid vinkonurnar áttum yndislegan dag, fórum í langar göngutúr um mjög fallegan og gard og nágreni hans í Kreutzberg, frórum svo á ástralskan veitingastad/bar, fengum okkur ad borda og pöntudum rosalegan eftirrétt sem kalladist Death by chockolade, thid getid bara ímyndad ykkur hvad hann var gódur. Vid tókum svo stefnuna yfir götuna og inn í mollid sem er thar og eyddum smá pening, ég keypti mér geggjada rauda kápu sem verdur sko óspart notud thegar adeins fer ad hlýna. Kvöldid endadi svo heima á krossener med poppi, kóki og The way we where á dvd. Thad gerist ekki mikid betra en thetta!

21.1.07

óvedur og menning

Allt gott ad frétta frá Berlín. Brjálada vedrid sem gekk yfir thýskaland á fimmtudaginn vard nú ekkert svo brjálad í Berlín en vid vorum svosum vid öllu búnar, fórum ekkert út seinnipartinn og ég bakadi súkkuladiköku sem rann vel nidur med kaldri mjólk. Á midvikudaginn baud bekkjarsystir okkar frá Tyrklandi okkur heim eftir skóla. Thad var skemmtilegt og líka áhugavert ad kynnast annari menningu og matargerd. Hún var líka mikid ad spyrja um okkar sidi og venjur. Fannst t.d mjög skrítid ad vid Orri byggjum saman svona ógift og ad thad thaetti bara mjög edlilegt ad börn faeddust utan hjónabands á íslandi. Hún útbjó fyrir okkur týpiskan tyrneskan mat og nóg af honum og sendi okkur svo heim mad afgangana.
Helgin er svo búin ad vera mjög menningarleg gallerýopnanir baedi á föstudagskvöldid og í gaer. Á fös var thad gallerý sem er í götunni okkar og thar var myndlistsýning í gangi og í gaer fórum vid á ljósmyndasýningu hjá íslenskum listamanni sem heitir Hlynur Hallsson. Hann er m.a. varathingmadur hjá visntri graenum og Kolla tengdó thekkir hann vel og hringdi í mig og sagdi mér frá thessari sýningu.
Í kvöld er svo planid ad fara í bíó og svo aetlar Halla ad elda fyrir okkur kótelettur í raspi!

15.1.07

vor í berlín

Jæja komin heim á Krossenerstrasse aftur og það er bara alveg ágætt. Tíminn líður samt alltaf svo ótrúlega hratt, það er strx ein vika búin og ekki nema þrjár eftir. Ég er búin að gera ýmislegt skemmtilegt síðustu vikuna, vera smá túristi og skoða dómkirkjuna og fara á sædýrasafn, fara á nokkrar útsölur en kaupa samt ekki neitt og svo fórum við Þórunn í óperuna í gær og sáum La bohemé. Þetta var mjög skemmtileg sýning, frábærir söngvarar og flott leikimynd. Ég er svo búin að ná að vinna ágætlega upp það sem ég missti úr skólanum og þýskunámið er bara á góðu róli. Ég er ekkert ennþá farin að fara í söngtíma, veit ekki alveg hvað ég geri í þeim málum en það kemur bara í ljós.
Annars er ennþá bara vorblíða í Berlín og fólk bara farið að halda að veturinn ætli bara ekki að koma, ekki alveg sama stemmningin og heima er það!?