Nei ég er ekki alveg dauð!
Þó það mætti svosum halda það miðað við hversu ódugleg ég er við að birta e-ð nýtt á þessari síðu. Ég er komin á fullt í flugið og það er nú barasta alveg ágætt. Fékk fína skrá og þriggja nátta stopp í Minneappolis um mánaðamótin, sem verður vel nýtt í allskyns verslun og fleira gott með Ólöfu systir sem ætlar að koma með mér.
Páskarnir voru frekar rólegir hjá okkur , ég var að vinna bæði föstudaginn langa og páskadag svo við höfðum páskalambið á laugardeginum og buðum mömmu og pabba í mat. Orri flaug svo til Berlínar á mánudaginn í skemmti og árshátíðarferð með borgó svo ég var ein í kotinu restina af vikunni. Hann kom svo heim í gær brúnn og sætur eftir sólina í Berlín með allskyns skemmtilegt góss handa mér úr hm!
Það er ekki margt nýtt að frétta af brúðkaupsundirbúningi, en við erum komin með matseðil sem okkur fynnst mjög spennandi og ég er búin að tala við Ingimund frænda um að fá afnot af fornbílum hans stóra daginn. Næstu dagar fara svo í að reyna að ákveða boðskortinn og endanlega ákveða tónlist í kirkjuna.
Páskarnir voru frekar rólegir hjá okkur , ég var að vinna bæði föstudaginn langa og páskadag svo við höfðum páskalambið á laugardeginum og buðum mömmu og pabba í mat. Orri flaug svo til Berlínar á mánudaginn í skemmti og árshátíðarferð með borgó svo ég var ein í kotinu restina af vikunni. Hann kom svo heim í gær brúnn og sætur eftir sólina í Berlín með allskyns skemmtilegt góss handa mér úr hm!
Það er ekki margt nýtt að frétta af brúðkaupsundirbúningi, en við erum komin með matseðil sem okkur fynnst mjög spennandi og ég er búin að tala við Ingimund frænda um að fá afnot af fornbílum hans stóra daginn. Næstu dagar fara svo í að reyna að ákveða boðskortinn og endanlega ákveða tónlist í kirkjuna.
1 Röfl:
Fjúff, ég ætlaði að kalla út bloggbjörgunarsveitina;) Oftar takk! Miss you sweetie, luv j.
Skrifa ummæli
<< Home