vor í berlín
Jæja komin heim á Krossenerstrasse aftur og það er bara alveg ágætt. Tíminn líður samt alltaf svo ótrúlega hratt, það er strx ein vika búin og ekki nema þrjár eftir. Ég er búin að gera ýmislegt skemmtilegt síðustu vikuna, vera smá túristi og skoða dómkirkjuna og fara á sædýrasafn, fara á nokkrar útsölur en kaupa samt ekki neitt og svo fórum við Þórunn í óperuna í gær og sáum La bohemé. Þetta var mjög skemmtileg sýning, frábærir söngvarar og flott leikimynd. Ég er svo búin að ná að vinna ágætlega upp það sem ég missti úr skólanum og þýskunámið er bara á góðu róli. Ég er ekkert ennþá farin að fara í söngtíma, veit ekki alveg hvað ég geri í þeim málum en það kemur bara í ljós.
Annars er ennþá bara vorblíða í Berlín og fólk bara farið að halda að veturinn ætli bara ekki að koma, ekki alveg sama stemmningin og heima er það!?
Annars er ennþá bara vorblíða í Berlín og fólk bara farið að halda að veturinn ætli bara ekki að koma, ekki alveg sama stemmningin og heima er það!?
4 Röfl:
Úrið er fundið - Margréti til mikillar gleði!
Hæ, hæ Hrafnhildur mín
Gaman að heyra hvað þið eruð að bralla þarna í Berlín. Líst vel á ykkur einsog alltaf. Gangi ykkur vel og umfram allt hafið það skemmtilegt.
Ástarkveðjur
Kaja og Stefanía
hey veistu hvað? við N. erum að byrja í dansi í danssmiðjunni í kvöld :O)
Það er von á stormi í kvöld! ÉG er bara spennt, loksins fær maður að finna fyrir krafti í veðrinu hérna. Takk annars fyrir síðast, það var yndislegt að koma til ykkar og frábært að fá svona gott að borða. Við verðum að hittast aftur sem fyrst. Kveðjur til sambýlinganna ;(
Skrifa ummæli
<< Home