23.11.06

Heimsóknir

Þá er komið að annari heimsóknahrinu vetrarins. Gróa systir hennar Þórunnar kemur til okkar á föstudaginn og verður fram á sunnudag. Hún býr í Freiburg og er þar í fiðlunámi hún á afmæli á fös svo við gerum nú örugglega e-ð skemmtilegt þá. Svo er Orri að koma til mín á mánudaginn!!! Get ekki beðið, það er nú ekkert sérlega gaman að búa svona í sitthvoru landinu. Hann verður hérna alveg fram á föstudag svo við náum nú örugglega að hafa það notalegt og gera e-ð skemmtó. Það verður allavegana hægt að elda e-ð gott því við erum loksins búnar að fá almennilega eldavél og ofn, vorum bara með lítið helluborð með tvemur hellum. Það var alveg geggjað að geta loksins eldað í ofni og Þórunn bjó til alveg æðislegt lasagna í gær og í kvöld ætla ég að baka pizzu.
Annars er hitabygljan búin og það er búin að vera rigning og frekar kalt síðustu daga. Ég fór í fyrsta söngtímann á mánudaginn og það gekk svona alltílæ, ég er ekki í mjög góðu formi en vonandi næ ég að koma mér af stað áður en ég kem heim. Hún er held ég ágætis kennari hún Regína, gaf reyndar ekkert mjög mikið af sér svona í fyrsta skiptið en það breytist nú örugglega þegar maður kynnist henni aðeins. Ég er ekki ennþá búin að setja mig í smband við þessa bandarísku en það er alveg á dagskránni.

Það styttist líka óðfluga í heimkomu, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, ég kem heim eftir 3 vikur! Ég hugsa nú samt að ég fari aftur út í janúar og klári þúskunámskeiðið sen klárast í lok janúar. Eftir það er allt óráðið. Ég fékk póst frá Icelandair um daginn þar sem ég var spurð hvenær ég gæti mögulega byrjað aftur og ég sagði byrjun feb, en í þessum bransa er svo mikil óvissa og ekkert víst að þeir þurfi á mér að halda fyrr en í byrjun sumars. Þetta kemur bara allt saman í ljós.

6 Röfl:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Oooo, pant fá að koma í heimsókn og láta elda góðan mat fyrir mig!;) þið vitið hvað ég vil á pitsuna mína hehe ;););) Mikið hlakka ég til að sjá ykkur og taka allann daginn á þetta á Súf!!
Haldið áfram að vera duglegar, ég er hjá ykkur í huganum...
Knús og koss,
ykkar Jansí

00:03  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hæhæ.. gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með þér. Það verður nú gaman fyrir ykkur hjúin að hittast á ný, þetta er dáldið langur tími í sitthvoru lagi.. úff..! Hafðu það þrusu gott, hlakka til að sjá ykkur!! knús og kossar frá klakanum :o)

11:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kasta á þig kveðju frænka góð, datt inn á þessa síðu í gegnum aðra hressa frænku mína,

Sjáumst vonandi um jólin.

Sigurjón Bragi frændi þinn biður að heilsa og vill fara að sjá þig sem fyrst:)

10:50  
Anonymous Nafnlaus sagði...

HÆ litla systir. Til hamingju með afmælið í dag, 3. desember. Við hér á Miðbrautinni vonum að þú eigir góðan afmælisdag i Berlín og njótir lífsins.
Jó, Jó, The & Co

10:05  
Blogger helga sagði...

Elsku vinkona! Til hamingju með daginn :* Vonandi verður þetta góður dagur í Berlín... ég hlakka til að sjá þig von bráðar :)

13:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið!! Auðvitað man maður eftir afmælisbarninu. Eigðu góðan dag hon :o*

afmæliskossar og knús

Þorbjörg frænka

18:16  

Skrifa ummæli

<< Home