5.1.07

Gott að vera heima

Góð jól og áramót að baki og búið vera yndislegt að vera heima. Ég var í safamýrinni á aðfangadag óg Benni bróðir var líka með okkur þetta árið. Það var algjörlega breytt útaf vananum í matseld, svínahamborgarhryggurinn látinn eiga sig og í staðin elduðum við hreindýr sem var mjög gott. Milli jóla og nýárs var mikið um fjölkylduboð og át eins og tilheyrir nú. Á gamlárs vorum við saman 10 vinir heima hjá Þórhalli og Andreu og það var alveg frábært, elduðum æðislegan mat og fórum svo á miðnætti upp í turninn á sjámannaskólanum og horfðum yfir borgina.
Ég fer aftur til Berlínar á mánudaginn og verð í mánuð í viðbót, ætla að klára þýskunámskeiðið sem ég er á og kennski reyna að komast að því hvað mig langar að gera við líf mitt!

Það eru komnar fullt af nýjum myndum í albúmið, endilega kíkið á það hér.

0 Röfl:

Skrifa ummæli

<< Home