Update
Jæja alveg komin tími á nýja bloggfærslu. Allir gestir farnir, afmælið búið og hversdagsleikinn tekinn aftur við. Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar og pakkana þið eruð öll yndi! Nóg búið að gerast síðustu daga. Orri kom á mánudaginn og það var auðvitað yndislegt að fá hann í heimsókn og við höfðum það ósköp notalegt saman. Á þriðjudagskvöldið fórum við í Fílharmóníuna að hlusta á Renée Flemming sópransöngkonu og það var alveg magnað, bara held ég bestu tónleikar sem ég hef farið á. Á fimmtudagskvöldið fórum við Orri á æðislegan veitingastað sem heitir Margaux og borðuðum alveg geggjaðan mat og drukkum góð vín með. Orri fór svo heim á föstudaginn og þá var búið að bjóða okkur gellunum í afmæli til Guðnýjar fiðlu sem býr líka hér í Berlín. Þar var rosa partý í gangi og það var sko djammað fram á morgun!! Og í gær var svo afmælið mitt og ég hélt smá kaffiboð sem lukkaðist mjög vel.
Svo þarf ég bara að reyna að nýta síðustu dagana hér vel, versla nokkrar jólagjafir og koma mér í jólagírinn, sem er ekki mjög erfitt, því hér er fullt af frábærum jólamörkuðum þar sem hægt er að versla allskonar dót, fá sér heitt kakó eða jólaglögg og drekka í sig stemmninguna. Íbúar Berlínar eru líka hægt og rólega að koma jólaskrautinu upp heima hjá sér svo þó svo að snjóinn vanti þá er nú að verða frekar jólalegt hérna.
Það verður nú alveg yndislegt samt að koma heim í jóla jóla... rölta laugaveginn og fara á jólasöngvana hjá Kór Langholtskirkju, þar sem by the way Bragi Bergþórsson verður meðal einsöngvara svo ég hvet alla til að fara inn á miði.is og ná sér í miða núna!!
Svo þarf ég bara að reyna að nýta síðustu dagana hér vel, versla nokkrar jólagjafir og koma mér í jólagírinn, sem er ekki mjög erfitt, því hér er fullt af frábærum jólamörkuðum þar sem hægt er að versla allskonar dót, fá sér heitt kakó eða jólaglögg og drekka í sig stemmninguna. Íbúar Berlínar eru líka hægt og rólega að koma jólaskrautinu upp heima hjá sér svo þó svo að snjóinn vanti þá er nú að verða frekar jólalegt hérna.
Það verður nú alveg yndislegt samt að koma heim í jóla jóla... rölta laugaveginn og fara á jólasöngvana hjá Kór Langholtskirkju, þar sem by the way Bragi Bergþórsson verður meðal einsöngvara svo ég hvet alla til að fara inn á miði.is og ná sér í miða núna!!
2 Röfl:
Elsku Hrafnhildur!
Innilega til hamingju með afmælið í gær. Mér heyrist þú eiga ljúfa daga um þessar mundir, en ég vona nú að þú hlakkir svolítið til að koma aftur heim. Hlakka til að sjá þig.
Knús,
Sigrún Helga
Hæ sys og til hamingju með afmælið vona að þú hafir það gott verður gaman að sjá þig um jólin.
Kv.Benni í Afganistan
Skrifa ummæli
<< Home