Síðasta helgin í Berlín í bili að baki
Og hún var sko góð! Á föstudaginn var skólapartý, haldið á stað sem er rétt hjá okkur, þetta var allt mjög svo internationalt margir með skemmtiatriði frá sínu heimalandi og svo var bara brjálað ball. Ketill gamall mh vinur sem býr hér í Berlín kom og var með okkur og það var ótrúlega gaman að hitta hann. Laugardagurinn fór svo í rólegheit og bíóferð á Litle miss sunshine sem ég mæli hiklaust með alveg frábær mynd! Í gær var okkur svo boðið í kaffiboð hjá manninum sem á íbúðina sem við leigjum, hann býr í sama húsi og við og er búinn að vera mjög almennilegur við okkur alveg síðan við komum. Hann var s.s. búinn að bjóða nokkrum vinum sínum í kaffi og kom og bankaði hjá okkur og bauð okkur að koma líka. Einn af þessum vinum hans er söngvari sem býr hér í Berlín og hann var reyndar búinn að segja okkur frá en til að gera langa sögu stutta, eftir að búið var að gæða sér á dýrindis kræsingum vorum við bara beðnar um að syngja og þessi vinur spilaði undir og söng svo líka sjálfur. Mjög skemmtilegt allt saman :)
Bara 4 dagar núna í heimkomu, og ég ætla sko að gera allt til að láta þá líða sem hraðast. Söngtími á morgun og svo að klára síðustu jólagjafirnar á miðvikudaginn!
Bara 4 dagar núna í heimkomu, og ég ætla sko að gera allt til að láta þá líða sem hraðast. Söngtími á morgun og svo að klára síðustu jólagjafirnar á miðvikudaginn!
2 Röfl:
Njóttu síðustu daganna! Svo eru bara 11 dagar í okkur. Það verður yndislegt að hitta þig heima á Íslandinu góða
Knús frá okkur í Cardiff
Hæ skvís! Góða ferð heim...gaman að lesa frá Berlín, svona deginum áður en þið komið heim, hehe :)
Við sjáumst á jólasöngvunum!
Þórey
Skrifa ummæli
<< Home