4.3.07

Sunnudagsblogg

Það er frekar erfitt að halda uppi áhugaverðu bloggi þegar nákvælega ekkert er í gangi í lífi mínu, svo við ykkur sem ennþá nennið að líta inná þessa síðu segi ég bara afsakið :)
Ég fékk ekki vinnuna sem ég fór í viðtalið fyrir en hinsvegar fékk ég símtal frá Icelandair á föstudaginn og boðið að byrja að vinna 1. aprí. Svo ég þáði það bara með þökkum og verð núna bara að þrauka mars!
Brúðkaupsundirbúningur er aðeins að komast á skrið, ég er búin að fara og máta nokkra kjóla en er samt ekki alveg búin að ákveða mig, á enn eftir að fara á einn stað til viðbótar. Næst á dagskrá er svo að hitta Steina kokk og reyna að ákveða hvað á að vera í matinn. Mesti hausverkurinn finnst mér vera að ákveða hvaða tónlist á að vera í kirkjunni við erum ekki alveg viss hvaða stefnu við eigum að taka í því og hvaða fólk á að biðja um að sjá um tónlistarflutning, það eru eiginlega of margir sem koma til greina! En það er nægur tími til stefnu svo það er óþarfi að vera að stessast yfir þessu strax, ekki satt?

2 Röfl:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er gaman að heyra hvað er að gerast þó svo að það sé ekkert að gerast! Til lukku með Icelandair, hentugt;)
Saknaðarkveðjur
þín Jansí

20:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ó mæ god. Ég vissi ekki að þið væruð að fara að gifta ykkur. Æði, til hamingju!

kv, Berglind P

17:14  

Skrifa ummæli

<< Home