25.4.07

Gæsun og yfirsof

Þvílík snilld sem síðasta helgi var. Við vinkonurnar gæsuðum hana Sigrúnu Helgu okkar með þvílíkum bravúr að það verður lengi í minnum haft! Sennilega ein heilsusamlegasta gæsun sem sögur fara af því við eyddum hálfum deginum á hjólum. Ýmislegt brallað og endaði svo alltsaman með svakalegu partýi þar sem Íris og Guðrún héldu uppi stuðinu með frábærum dj töktum. Gæsin var alveg í skýjunum með daginn og við allar líka svo vonandi verður þetta það sem koma skal í þeim gæsunum sem framundan eru í smaumóhópnum.
En yfir í allt annað, mér tókst í gær að sofa yfir mig, vaknaði við að síminn minn hringdi og starfsmaður áhafnavaktarinnar spurði mig hvort ég ætti ekki að vera mætt í pikk up! Þá var klukkan orðin 5 mín yfir 6 og rútan sem ég átti að vera í lögð af stað til keflavíkur og ég stóð bara á stofugólfinu í náttfötunum og hjartað hamaðist í brjóstinu. Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið eins fljót að hafa mig til og átta mínútum seinna var ég komin út í bíl í júniformi með hárið greitt og málinguna framaní mér. Ég brunaði svo bara á fabíunni til keflavíkur og var komin um borð vel áður en farþegarnir komu um borð. Það tók mig svo hálfan morgunin að ná mér niður eftir þetta allt saman, því þetta er ekki alveg starfið þar sem það er "í lagi" að sofa yfir sig. Ég er svo bara í fríi núna fram á laugardag þegar við systurnar skellum okkur til Minneapolis og kíkjum pínu í búðir!

1 Röfl:

Blogger helga sagði...

Verst í heimi að sofa yfir sig!! En þú reddar þessu eins og öðru ;) Góða skemmtun í Minneappolis :*

23:47  

Skrifa ummæli

<< Home